Svona fagna royalistar í Neskaupstað

Félag Royalista í Neskaupstað. F.v. Guðrún Óskarsdóttir, Margrét Perla Kolka …
Félag Royalista í Neskaupstað. F.v. Guðrún Óskarsdóttir, Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, Hildur Ýr Gísladóttir, Steinunn Zoëga, Sveinn Halldór Oddson Zoëga, Auðbjörg Einarsdóttir, Svala Skúladóttir, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, Albert, Bergþór og Elín Guðmundsdóttir. Myndina tók og kökurnar bakaði Benedikt Karl Gröndal. mbl.is/Benedikt Karl Gröndal

Alvöru royalistar eru upp til hópa afskaplega vandað fólk og Albert Eiríks var mættur í boð hjá einu slíku félagi sem staðsett er í Neskaupstað og fundar einu sinni í mánuði með tilheyrandi veitingum og huggulegheitum.

„Fyrir ekki svo löngu síðan fékk ég fyrirspurn frá royalistunum í Neskaupstað og var beðinn um álit á mynd sem birtist eftir skírn í ensku konungsfjölskyldunni. Eitt leiddi af öðru og við Bergþór hittum svo hópinn á hátíðarfundi og fórum yfir nokkur atriði um konungsfjölskyldur: borðsiði, kurteisi og almennt hvernig á að hafa sér í kringum slíkan aðal. Á eftir var sest til borðs og haldið áfram að spjalla um allt milli himins og jarðar sem tengist kóngafólki," segir Albert um þessa skemmtilegu heimsókn á Neskaupsstað en matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Þvílík huggulegheit.
Þvílík huggulegheit. mbl.is/Albert Eiríksson

Hindberja Charlotte terta

Hindberjamús:

  • 2 1/2 bolli frosin hindber
  • 1/2 b sykur
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 4 – 6 matarlímsblöð
  • 3 bolli rjómi
  • 6 msk. flórsykur confectioners powdered sugar

Svamptertubotn:

  • 4 stór egg (við stofuhita)
  • 2/3 bolli sykur
  • 2/3 bolli hveiti
  • 1/4 tsk. lyftiduft
  • 200 g af Lady Fingers (eða nóg til að hylja hringinn utan um kökuna)
  • 3-4 matskeiðar hindberjasulta (Hvaða sulta sem er, sem ykkur finnst góð)

Síróp:

  • 1 bolli heitt vatn
  • 1 msk. safi úr sítrónu
  • 1/2 bolli sykur
  • (Ég setti dass af Bacardi R77ass út í því átti það en það er auðvitað valfrjálst)
  • Allt hrært saman þar til sykurinn leysist upp. Látið kólna

Til að skreyta kökuna:

  • Fersk hindber
  • Myntulauf
  • Rjómi, þeyttur.
  • Dökkir súkkulaði dropar (valfrjálst)

Aðferð:
Hindberjasíróp:

  1. Setjið 2½ bolla af frosnum jarðaberjum og ½ bolla sykri í pott. Hitað saman og hrært stöku sinnum þar til þetta lítur út eins og sulta.
  2. Fjarlægið af hellunni og sigtið. Notið skeið til að þrýsta og ná sem mestum safa úr berjunum. (Maður ætti að ná allaveganna 2/3 bolla af sýrópi).
  3. Fyrir matarlímið: Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn þar til þau eru mjúk, hellið vatninu a fog setjð blöðin í örbylgjuna í 10 – 15 sekúndur. Setjið matarlímið síðan út í sírópið ásamt tveimur matskeiðum af sítrónusafa.

Svamptertubotn:

  1. Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í botnin og á hliðar á bökunarformi.
  2. Hrærið 4 stór egg saman á miklum hraða í 1 mínútu. Hellið 2/3 bolla sykri jafnt og þétt út í eggin og hrærið saman í 7 mínútur eða þar til blandan er orðin þykk og 3-4 stærri.
  3. Blandið saman hveiti og lyftiduftinu. Hellið því síðan út í eggjablönduna í tveimur hlutum.
  4. Gætið þess að allt blandist vel saman svo ekki leynist hveiti kögglar hér og þar í deginu. Passið samt að ofhræra ekki.
  5. Bakið síðan í 23 – 25 mínútur eða þar til botninn orðin gullbrún að ofan.
  6. Þegar botnin er tilbúinn, takið hann úr forminu og setjið hana á grind svo hún kólni.
  7. Þegar hún hefur náð stofuhita takiði langan hníf og skerið kökuna lárétt í tvo helminga.
  8. Annar helmingurinn fer í botninn á kökunni og hinn í miðjuna. Það verður útskýrt síðar.

Charlotte kakan sett saman:

  1. Setjiði filmuplast utan um hringlaga opnanlegt kökuform. Skerið síðan 1 cm af allan hringinn af kökubotninum. Hægt að nota skæri. Setjið fyrsta botnin síðan í neðst bökunarformið
  2. Takið síðan Lady fingers og skerið 1 – 1 ½ cm af þeim. Komið “fingrunum þétt fyrir allan hringinn, skurðurinn snýr niður, í kringum svampbotninn. Pennslið botninn með sykursýrópinu og svo „fingurna”. Leyfið botninum og fingrunum að blotna, ekki vera hrædd. Smyrjið síðan þunnu lagi af hindberjasultu á botninn.
  3. Þeytið 3 bolla af rjóma ásamt 6 matskeiðum af flórsykri á miklum hraða þar til rjóminn er orðinn stífur.
    Þegar hindberjasírópið er orðið stofuheitt (ekki bíða samt of lengi, því það gæti orðið of þykkt og erfitt að blanda).
    Blandið rjómanum rólega saman við sírópið. ¼ fjórða í einu. Þetta verður að hindberjamúsin.
  4. Setjið helminginn af músinni í kökuformið. Takið hinn helminginn af svamptertubotninum og skerið 2 cm af honum allan hringinn. Setjið síðan botninn ofan á músina. Pennslið með sykursírópinu og smyrjið þunnulagi af hindberjasultunni á botninn. Hellið restinni af músinni ofan á botninn.
  5. Gott er að gera þetta deginum áður en þið berið kökuna fram. Þá nær músin að stífna og botnarnir að draga allt bragðið í sig.
  6. Skreytið síðan að vild með rjómanum, berjunum. Saksið myntulaufin og súkkulaðið og stráið létt yfir.
Ótrúlega fögur kaka.
Ótrúlega fögur kaka. mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert