Vöfflur með reyktum lax

Þegar þú ert til í að prófa eitthvað nýtt!
Þegar þú ert til í að prófa eitthvað nýtt! mbl.is/Columbus Leth

Prófum eitthvað nýtt! Nú köstum við okkur út í vöfflubakstur og berum þær fram með ferskum laxi og alfaspírum.

Vöfflur með reyktum lax

  • 100 g spínat
  • 3 egg
  • 3 dl mjólk
  • 300 g hveiti
  • 1 msk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • Pipar
  • 125 g smjör

Annað:

  • 1 bakki alfaspírur
  • 300 g reyktur lax í skífum
  • 1,5 dll sýrður rjómi
  • Ferskt dill

Aðferð:

  1. Blandið spínati, eggi og mjólk saman í blandara. Bætið hveiti út í ásamt lyftidufti, salti og pipar.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að brúnast. Hellið svo smjörinu út í spínatblönduna og látið deigið hvíla í 20 mínútur.
  3. Bakið vöfflurnar í vöfflujárni.
  4. Berið nýbakaðar vöfflur fram með reyktum laxi, sýrðum rjóma, alfaspírum og dilli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert