Þorskur í sparifötum

mbl.is/Colourbox

Það er talað um að borða að minsta kosti 350 grömm af fiski á viku. Hér bjóðum við upp á frábæran þorsk, vafinn inn í parmaskinku sem gerir réttinn aðeins sparilegri. Það má svo sannarlega leyfa sér þetta í miðri viku.

Þorskur í sparifötum (fyrir 2)

  • 300 g þorskur eða annar álíka
  • 80 g parmaskinka
  • ólífuolía
  • 2 stór hvítlauksrif, skorin í þunnar skífur
  • 2 skalottlaukar, smátt skornir
  • 300 g litlir tómatar
  • 2 msk. kapers
  • ½ dl hvítvín
  • 2 msk smjör
  • salt og pipar
  • smátt söxuð steinselja
  • gott brauð

Aðferð:

  1. Skiptið fiskinum í fjóra bita. Rúllið parmaskinku utan um fiskinn og steikið upp úr olíu á heitri pönnu.
  2. Setjið hvítlauk og skalottlauk út á pönnuna ásamt tómötum í heilu lagi og steikið í stutta stund.
  3. Setjið kapers og hvítvín út á pönnuna og leyfið suðunni að koma upp. Smakkið til með smjöri, salti og pipar. Fiskurinn þarf ekki nema 3-5 mínútur til að verða gegnumsteiktur.
  4. Toppið með steinselju og berið strax fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert