Er þetta fallegasta bakarí heims?

Hversu fallegt bakarí! Við erum að elska fölbleika litinn.
Hversu fallegt bakarí! Við erum að elska fölbleika litinn. mbl.is/Peggyporschen.com

Við bjóðum ykkur með á fallegasta kaffihús sem við höfum lengi séð, þar sem umgjörðin, litirnir og kökurnar taka mann ómeðvitað inn í annan heim – svo ævintýralegt er það.

Peggy Porschen var stofnað árið 2003 af kökumeistaranum og bókahöfundinum Peggy Porschen og eiginmanninum hennar Bryn Morrow, en Peggy er ástríðubakari af guðs náð. Hún sérhæfir sig í að gera hverja veislu eftirminnilega og glæsilega þegar kemur að kökum, með því að skapa bragðgóð listaverk sem vekja athygli.

Hún ólst upp í Cologne í þýskalandi og vissi alla tíð að hún vildi starfa við að skreyta kökur. Hún kynntist sykurskreytingum í Bretlandi er hún starfaði sem flugfreyja og fór í reglulegar ferðir til London í gegnum vinnuna sína. Þannig spratt hugmyndin að því sem koma skyldi hjá Peggy.

Peggy hefur bakað fyrir hverja stórstjörnuna á fætur annarri ásamt konungsfólki. En hún sá til að mynda um tertuna í brúðkaupi Kate Moss og Jamie Hince, bakaði köku fyrir sjötugsafmæli Anthony Hopkins, eins fyrir brúðkaup Stellu McCartney og nokkrar kökur í veislur fyrir Sting, Madonnu og Gwyneth Paltrow svo eitthvað sé nefnt.

Í janúar 2011 opnaði Peggy´s Cake Academy, fyrsta skólann í London sem kennir allt sem vita þarf um bakstur, kökuskreytingar og hvernig vinna á með sykurmótun, en árið á undan opnaði hún sitt fyrsta bakarí fyrir gangandi almenning. Það var svo fyrr á þessu ári sem Peggy opnaði bakaríi og kaffihús númer tvö sem hefur notið gífurlegra vinsælda eins og við var að búast. 

Ef það er eitthvað sem við þurfum að gera í næstu ferð til London, þá er það a heilsa upp á Peggy!

Það er hugsað út í hvern einasta fermeter hjá Peggy.
Það er hugsað út í hvern einasta fermeter hjá Peggy. mbl.is/Peggyporschen.com
Já takk, okkur langar að smakka.
Já takk, okkur langar að smakka. mbl.is/Peggyporschen.com
mbl.is/Peggyporschen.com
mbl.is/Peggyporschen.com
mbl.is/Peggyporschen.com
mbl.is/Peggyporschen.com
Hægt er að leigja út lítinn sal og halda veislur.
Hægt er að leigja út lítinn sal og halda veislur. mbl.is/Peggyporschen.com
mbl.is/Peggyporschen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert