Fallegar eldhúsnýjungar frá meistara Kay Bojesen

Splúnkuný eldhúsáhöld frá Kay Bojesen úr fallegri eik.
Splúnkuný eldhúsáhöld frá Kay Bojesen úr fallegri eik. mbl.is/Kaybojesen.dk

Það var í kringum 1940 sem Kay Bojesen hannaði tréáhöld og fylgihluti sem henta hverju eldhúsi, en aldrei litu dagsins ljós. Eldhúsvörurnar standa undir nafninu „Menageri“, en fyrr á árinu sáum við salt- og piparstauka, bakka og eggjabikara koma á markað og nú hefur enn meira bæst í safnið.

Það sem er splunkunýtt í Menageri-seríunni eru skálar sem koma í tveimur stærðum og salatáhöld, en allar vörurnar eru framleiddar úr eik og eru FSC-vottaðar.

Margir myndu spyrja sig hvort óhætt væri að nota mat í slíkar viðarskálar en það er alveg óhætt – til þess eru þær. Allar vörurnar eru olíubornar svo þær þær þola allan þann mat sem þú vilt bera fram í þeim, ásamt því að litast ekki af náttúrulegum matarlit, eins og jarðarberjum og slíku sem eiga það til að gefa frá sér lit.

Það er eitthvað hlýlegt og fallegt við það að nota tréáhöld og aðra fylgihluti á matarborðinu. Kannski smá nostalgíu fílingur?

Ávalar línur einkenna nýju vörurnar.
Ávalar línur einkenna nýju vörurnar. mbl.is/Kaybojesen.dk
mbl.is/Kaybojesen.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert