Bjórhátíð á Hverfisgötu

Ljósmynd/BrewDog-Facebook

Alþjóðleg fjögurra daga bjórhátíð hefst á veitingastaðnum BrewDog við Hverfisgötu í dag. Um er að ræða hátíð sem haldin er á öllum BrewDog-börum í heiminum þar sem boðið er upp á afrakstur samstarfs handverksbrugghúsa við starfsfólk BrewDog.

Í ár hafa 78 brugghús í 16 löndum skapað ferska samstarfsbjóra fyrir #CollabFest2019 og mun BrewDog Reykjavík bjóða upp á 19 af þeim um helgina. BrewDog Reykjavík leitaði í ár til Ægis brugghúss og bruggaður var hindberja- og jarðarberjasúrbjór sem fékk nafnið „Who Let The Jam Out?“ Enginn aðgangseyrir er á hátíðina en greitt er fyrir bjórana.

Ljósmynd/BrewDog-Facebook
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert