„Lífið of stutt fyrir vondan mat“ segir Guðrún í Kokku

Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku.
Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku. Arnþór Birkisson

Við tókum tal af Guðrún Jóhannesdóttir, eiganda verslunarinnar Kokku. En hún ásamt fjölskyldu sinni eru á fullu þessa dagana að undirbúa stækkun verslunarinnar á Laugaveginum sem mun opna fyrir lok þessa árs. Þessa stundina er verið að bíða eftir að leyfi til að saga steypu og Guðrún gaf sér tíma á milli verka til að svara nokkrum hraðaspurningum.

Hvað er í matinn í dag?
Þarf að spyrja Steina manninn minn, hann sér alfarið um þá deild.

Ertu matvönd?
Já, lífið er of stutt fyrir vondan mat

Hversu oft eldar þú í viku?
Eiginlega aldrei, er með mann í því.

Uppáhalds skyndibitinn?
Borða mjög sjaldan skyndibita, en sushi er alltaf gott.

Tekur þú myndir af öllum þeim mat sem þú borðar og birtir á Snapchat eða Instagram?
Ha ha, nei alls ekki.

Best leynda kaffihús/veitingahús landsins?
Leynigarðurinn í Systrasamlaginu.

Besta áleggið á pizzu?
Ostur.

Versti matur sem þú hefur smakkað?
Brauðsúpa.

Uppáhalds veitingastaður erlendis?
Ég hef borðað á mörgum góðum stöðum hér og þar. Reyni gjarnan að borða eitthvað sem ég fæ ekki hér heima.

Hinn fullkomni „comfort food“ er...?
Alls konar hægeldað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert