Morgunbolli með höfrum og berjum

Hafrabolli er það besta sem þú býður maganum upp á …
Hafrabolli er það besta sem þú býður maganum upp á á morgnanna. mbl.is/Thefullhelping.com

Hollustubollar til að starta deginum eru hér á boðstólnum. Stútfullir af góðum fræjum og berjum sem maginn mun elska. Hér er tilvalið að bera fram hafrabolla með eplaskífum, bönunum eða hnetusmjöri.

Morgunbolli með höfrum og berjum

  • 2,5 bolli haframjöl
  • ¼ tsk. salt
  • 1 tsk. kanill
  • 1 msk. ground flax (mulin hörfræ)
  • 1 msk. chia fræ
  • 2 msk. hampfræ
  • 1 stórt epli, skorið í bita
  • 1 bolli fersk eða frosin bláber
  • 1,5 bolli soyamjólk
  • 1 bolli eplasósa

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°C. Spreyið með bökunarspreyi eða penslið innan í bollakökuform með olíu (með 6 stórum hólfum). Má einnig notast við bollakökuform með 12 hólfum.
  2. Blandið saman haframjöli, salti, kanil, hörfræjum, eplum og bláberjum.
  3. Pískið saman mjólk og eplasósu og setjið út í þurrblönduna. Hellið blöndunni í formin og þá alveg upp að kantinum þar sem kökurnar munu ekki lyfta sér.
  4. Bakið í 35 mínútur eða þar til bakað í gegn.
  5. Látið kólna áður en borið er fram.
mbl.is/Thefullhelping.com
mbl.is/Thefullhelping.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert