Svona þornar þvotturinn hraðar

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri.

Það eru nokkur vel valin trix í bókinni sem tryggja að þvotturinn fari betur og þorni hraðar. Þarf ekki að vera flókið, krefst mögulega aðeins meiri tíma en það getur líka verið erfitt að sitja uppi með fjöll af þurrum þvotti sem krumpast bara.

  1. Láttu vélina taka auka þeytihring ef þvotturinn á að fara beint í þurrkarann. Ef þú ert að fara að hengja hann upp skaltu taka hann beint út úr vélinni að þvotti loknum. Ef hann liggur lengi verður hann óþarflega krumpaður og ljótur.
  2. Ekki setja of mikið í þvottavélina. Það er útbreiddur misskilningur að það beri að fylla vélina vel fyrir hvern þvott. Besta leiðin er minna magn og styttri þvottatími.
  3. Hengdu þvottinn upp og hafðu gott bil á milli. Það gefur augaleið að það þarf að leika loft um blautan þvott til að hann þorni hraðar. Það tekur tíma að hengja upp þvott en tímanum er vel varið ef þú gerir það vel og fötin þorna slétt og fín.
  4. Þurrkarar eru góðir en ekki setja öll fötin í þá. Það er góð regla að taka fötin sem þér þykir vænt um og vilt að endist sem lengst, beint úr vélinni og hengja þau upp á herðatré.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert