Leyndardómsfullur mjólkurdrykkur kominn á markað

Ljósmynd/Aðsend

Mjólka hefur sett á markað nýjan mjólkurdrykk sem kallast Kefir. Drykkurinn er fáanlegur í tveimur ljúffengum bragðtegundum; jarðarberja og bláberja. Þá eru blandaður berja Kefir og hreinn Kefir væntanlegir innan fárra vikna.

Kefir á sér aldagamla og leyndardómsfulla sögu, sem rekja má alla leið til Kákasusfjalla á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þessi heilnæma mjólkurvara inniheldur lifandi góðgerla sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi jákvæð áhrif á meltingu og almenna heilsu. Gerlarnir verða til þegar svokallað kefírkorn er látið gerjast í mjólk, en uppruni kornanna er sveipaður dulúð og voru þau af sumum talin gjöf frá æðri máttarvöldum. Þeir gengu kynslóða á milli og ferðuðust víða.

Drykkurinn var oftast búinn til úr kúamjólk, ærmjólk eða geitamjólk, sem hellt var í vökvaheldan sekk úr geita- eða sauðskinni ásamt kefírkorninu og látin gerjast úti í sólinni þar til vinnudegi lauk. Þá var sekkurinn hengdur upp þar sem umgangur var mikill, t.d. við útidyr, og stjakaði heimilisfólk við honum í hvert sinn sem gengið var fram hjá.  Þannig var komið í veg fyrir að mjólkin og kefírkornið skildu sig.

Þótt aðferðirnar hafi breyst lítillega í gegnum aldirnar inniheldur Kefir frá Mjólku sömu hollu góðgerlana og forverinn, eða öllu heldur afkomendur þeirra — og með aðstoð nútímatækni hefur þeim reyndar fjölgað aðeins. Þeir eru nú 14 talsins og leggja allir sitt af mörkum til bættrar heilsu og betri líðanar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert