Mexíkóskur brunch fyrir meistara

Tortillabollar með fyllingu sem allir í fjölskyldunni munu elska.
Tortillabollar með fyllingu sem allir í fjölskyldunni munu elska. mbl.is/Voresmad.dk

Smáréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska. Þessa bolla má í raun fylla með hvaða hráefni sem er en hér eru þeir með kjúklingi, spínati, eggjum og parmesan.

Tortillabollar með gúrme fyllingu (6 stk.)

  • 6 tortillur
  • 1 msk ólífuolía
  • 125 g kjúklingur skorinn í bita
  • 6 egg
  • 100 g spínat
  • 25 g rifinn parmesan
  • Bollakökuform sem rúmar 6 bolla

Aðferð:

  1. Skerið tortillakökurnar í hringi að stærðinni 8-10 cm í þvermál.
  2. Penslið kökurnar með olíu og leggið þær ofan í formið.
  3. Hitið restina af olíunni á pönnu og steikið kjúklinginn þar til gylltur. Bætið spínati út á pönnuna.
  4. Setjið eitt egg í hvern „bolla“.
  5. Dreifið kjúklingablöndunni ofan í hvert form.
  6. Stráið nýrifnum parmesan yfir og bakið þar til gyllt í 10-12 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert