Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með austurlensku ívafi

Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Hann Snorri Guðmundsson hjá Matur & myndir tekur óheyrilega fallegar matarmyndir og ekki spillir fyrir að maturinn er svo girnilegur að það hálfa væri nóg. Við skorum á þig að lesa þessa uppskrift í gegn og reyna svo að hafa eitthvað annað í kvöldmat. Það er erfitt því þessi réttur hljómar ómótstæðilega eins og Snorra einum er lagið.

Ofnbökuð tikka kjúklingalæri með túrmerik hrísgrjónum

Fyrir 3-4:

  • 800 g kjúklingalæri (skinn og beinlaus)
  • 4 tsk. tikka masala krydd frá Kryddhúsinu
  • 1 laukur
  • 1 dós (400 g) kókosmjólk (hér er mælt með Thai Choice kókosmjólkinni)
  • 1 teningur af kjúklingakraftir
  • 2 tsk. fenugreek frá Kryddhúsinu (mjög gott en má sleppa)
  • 1 msk. hunang
  • 8 g kóríander
  • 30 g kasjúhnetur
  • 2 dl basmati hrísgrjón
  • 1 tsk. túrmerik frá Kryddhúsinu
Aðferð:
  1. Setjið kjúklingalærin í skál með svolítilli olíu, Tikka Masala kryddi og 1 tsk af salti. Blandið vel saman og leyfið að marinerast í svolitla stund.

  2. Hrærið saman kókosmjólk, Tikka Masala kryddmauk, kjúklingakraft, hunang og fenugreek.

  3. Setjið 3 dl af vatni í lítinn pott ásamt túrmerik og svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn, náið aftur upp suðu og lækkið þá hitann svo það rétt kraumi í. Látið malla undir loki í 14 mín, takið pottinn svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

  4. Hitið ofn upp í 200 °C með blæstri. Skerið lauk í strimla og veltið honum upp úr smá olíu.

  5. Dreifið kjúklingalærunum yfir stórt eldfast mót, dreifið lauknum svo yfir og bakið í miðjum ofni í 18 mín. Hellið sósunni yfir og meðfram kjúklingalærunum og bakið áfram í 20-25 mín

  6. Saxið kóríander og grófsaxið kasjúhneturnar. Dreyfið hnetum og kóríander yfir réttinn þegar hann kemur úr ofninum.

  7. Berið fram með hrísgrjónum, mangó chutney og naan brauði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert