Fyrsta kakan kom með flugi frá Egilsstöðum

mbl.is/

Eins og landsmenn ættu að vita fer jólabaksturkeppni Matarvefjarins fram í dag. Skila á kökum í höfuðstöðvar Árvakurs í dag milli klukkan 13 og 14 en fyrsta kakan er þegar komin í hús.

Þessi kaka kom með leigubíl frá Reykjavíkurflugvelli og þangað með flugi frá Egilsstöðum. Við þökkum sendanda hennar kærlega fyrir þrátt fyrir að við vitum ekki enn hver hann er,“ segir María Lilja Moriz Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar. 

Samkvæmt keppnisreglum ríkir nafnleynd uns búið er að velja sigurkökuna og því verður því ekki ljóstrað upp að svo stöddu hvaða snillingur sendi kökuna frá Egilsstöðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert