Íslenskar regnbogagulrætur slá í gegn

Regnbogagulrætur komu með ferskum blæ inn á íslenska markaðinn fyrir tveimur árum og hafa notið mikilla vinsælda. Mismunandi litbrigði og bragð er þeirra sterka einkenni en það er töluverður bragðmunur á þeim eftir litum. Guli liturinn þykir nokkuð sætur á bragðið en þær fjólubláu og rauðu bera örlítið minni sætu. Þær geta einnig breytt um lit við suðu en þær fjólubláu verða bleikar sem ætti nú að gleðja einhverja.

„Það var mikil og góð uppskera þetta árið og er það okkur mikið kappsmál að selja alla uppskeruna til okkar tryggu neytenda sem fyrst, segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Vinsældir gulrótanna hafa verið miklar enda lífga þær upp á matarborðið, ljá matnum ferskan og framandi blæ auk þess sem þær eru sérlega vinsælar meðal yngstu neytendanna sem eru hæstánægðir með að fá gulrætur í öllum regnbogans litum.

Regnbogagulrætur má nota á mjög fjölbreytilegan hátt, bæði hráar eða soðnar og einnig má gera úr þeim gulrótasafa. Þær eru góðar með flestum köldum og heitum réttum. Henta einkar vel með fiski og fiskréttum og má nota í kökur, súpur og pottrétti, svo eitthvað sé nefnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert