Svona er best að þíða frosið kjöt

Setur þú frosið kjöt í kalt eða heitt vatn til …
Setur þú frosið kjöt í kalt eða heitt vatn til að láta það þiðna? mbl.is/Colourbox

Það er betra að þíða kjötvörur í vatni en standandi úti á eldhúsbekknum. Spekúlantar halda því fram að heitt vatn flýti fyrir ferlinu þó að ákjósanlegra sé að gera það í köldu vatni því bakteríur vakna til lífsins þegar hitastigið nær 20° eða meira.

Samkvæmt bandarískri rannsókn sem gerð var á kjötstykki, u.þ.b. 2,5 cm á þykkt, kviknuðu engar bakteríur hvort heldur sem kjötið var á eldhúsbekknum í 11 mínútur eða í 39° heitu vatni í 20 mínútur. Allra best sé þó að leyfa kjötinu að þiðna inni í ísskáp.

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

  • Affrystið kjöt inni í ísskáp til að viðhalda bragðinu sem best.
  • Affrystið kjötið í köldu vatni og þá í þéttum poka sem hleypir ekki inn vatni. Skiptið út vatninu á 30 mínútna fresti og matreiðið kjötið um leið og það hefur náð að þiðna.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert