Mjúk piparkaka með rjómaostskremi

Ljósmynd/Veganistur

Þessi uppskrift er þess eðlis að þið verðið að prófa. Hér erum við með tilbrigði við kunnuglegt jólastef í einstaklega fallegri útfærslu Helgu Maríu sem heldur úti bloggsíðunni Veganistur ásamt systur sinn, Júlíu Sif.

Mjúk piparkaka

  • 200 gr Naturli-smjörlíki við stofuhita
  • 2 dl sykur
  • 6 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1,5 tsk. matarsódi
  • 1 msk. kanill
  • 2 tsk. engiferkrydd
  • 2 tsk. negull
  • örlítið salt
  • 6 dl vegan mjólk
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 msk. eplaedik
  • 2 msk. týtuberjasulta (lingonsylt).*

*Þessa sultu er kannski svolítið erfitt að finna á Íslandi. Hún er alltaf notuð í svona köku í Svíþjóð og mér þykir gott að hafa hana með. Ég veit að hún fæst í IKEA, en fyrir ykkur sem ekki nennið eða hafið tök á að fara þangað eftir henni mæli ég með að prufa að nota aðra sultu í staðinn eða jafnvel rúsínur. Annars er ekkert mál að sleppa henni bara.

Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 175°C. Minn er ekki með blæstri svo ég set á undir- og yfirhita.
  2. Þeytið smjörlíkið og sykurinn í stórri skál þar til það verður létt og svolítið ljóst.
  3. Sigtið út í skálina hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og krydd.
  4. Hellið út í mjólk, vanilludropum og eplaediki og hrærið þar til deigið er laust við kekki.
  5. Bætið sultunni út í og blandið varlega saman við deigið.
  6. Smyrjið tvö smelluform og skiptið deiginu í þau.
  7. Bakið í 40-60 mínútur. Það fer svolítið eftir ofninum hversu lengi kakan er að bakast en ég byrja að fylgjast með henni eftir u.þ.b. hálftíma.
  8. Látið botnana kólna áður en þið setjið kremið á.

Rjómaostskrem

  • 200 gr vegan rjómaostur
  • 100 gr Naturli-smjörlíki
  • 2 msk. vanillusykur
  • 500 gr flórsykur
  • 1 msk. kanill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjómaostinn og smjörlíkið.
  2. Bætið saman við flórsykri, vanillusykri og kanil og þeytið þar til kremið er létt og ljóst.
  3. Smyrjið botnana með kreminu og skreytið kökuna eftir smekk. Ég muldi niður piparkökur og stráði yfir.
Ljósmynd/Veganistur
Ljósmynd/Veganistur
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert