Snædís tók eldhúsið í gegn

Eldhúsið eftir breytinguna.
Eldhúsið eftir breytinguna. Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir

Snædís Guðmundsdóttir ákvað ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Karlssyni, að taka eldhúsið í gegn. Þau vildu þó ekki skipta út innréttingunni sem var í grunnin góð og því var ákveðið að mála hana. Snædís segist hafa byrjað á því að pússa hana vel og fituhrinsa. Síðan hafi hún grunnað með grunni frá Slippfélaginu. Hún hafi lagt mikið í grunnvinnuna enda skipti hún öllu máli upp á framhaldið.

Innréttingin var svo máluð með málningu frá Svo margt fallegt sem heitir Fusion mineral paint. Snædís segir þetta slitsterka málningu með fallega áferð. Hún hafi farið tvær umferðir með rúllu og það dugað vel. Liturinn sem varð fyrir valinu heitir Ash og er fallega öskugrár.

Eyjan og borðið voru svo tekin og parketlögð. Snædís fór í Birgisson og keypti tvo fermetra af gegnheilu eikarparketi á hvorn borðflöt. Þau hafi límt parketið niður í fiskibeinamynstri en tengdafaðir hennar er stálsmiður og sérútbjó hann állista fyrir þau sem voru pólýhúðaðir svartir og síðan límdir á borðin.

Snædís notaði svarta parketolíu frá Agli Árnasyni sem hún bar á og þurrkaði strax af til að fá lit í æðarnar. Síðan segist hún nota venjulega viðarolíu til að halda því við.

Síðan var sama málning notðu á hliðarnar og fæturnar á borðunum nema í svörtu.

Keypt voru ný tæki, eldavél, háfur og ísskápur frá Smeg. Einnig voru keypt ný ljós yfir eldhúsborðið. Snædís segir kostnaðinn við málningarvinnuna hafa verið um 20 þúsund og efniskostnaðinn við hvort borð hafa verið um 25 þúsund krónur.

Snædís segir þau ótrúlega ánægð með breytinguna og hún sé ánægð með að hafa getað nýtt gömlu innréttinguna með þessum hætti.

 
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar. Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar. Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar. Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar. Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Einstaklega vel heppnuð breyting.
Einstaklega vel heppnuð breyting. Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
Ljósmynd/Snædís Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert