Svona lengir þú líftíma ferskra kryddjurta

Það má vel frysta kryddjurtir og nota síðar í matargerð.
Það má vel frysta kryddjurtir og nota síðar í matargerð. mbl.is/Colourbox

Minnkum matarsóun og frystum afganginn af kryddjurtunum sem annars skemmast og enda í tunnunni. Það mun ekki hafa nein áhrif á bragðið að setja kryddjurtir í frysti en það mun þó hafa nokkur áhrif á útlit þeirra og lögun að liggja í frostinu.

Aðferð 1:

  • Saxaðu jurtirnar smátt niður.
  • Leggðu þær á plötu og settu í frysti þannig að þær klessist ekki allar saman.
  • Þegar jurtirnar hafa náð frostmarki geturðu sett þær saman í poka.

Aðferð 2:

  • Saxaðu jurtirnar og settu í klakabox.
  • Fylltu boxið með vatni og settu í frysti.
  • Taktu fram nokkra ísmola þegar þú gerir næstu súpu eða pottrétt þar sem vatnið mun ekki hafa nein áhrif á bragðið.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert