Besta leiðin til að redda veggnum

Þessar skottur setja eflaust sinn svip á heimilið.
Þessar skottur setja eflaust sinn svip á heimilið. mbl.is/Colourbox

Það leikur enginn vafi á því að listaverk eftir litlu börnin eru það krúttlegasta sem við vitum – svo lengi sem þau eru ekki krotuð beint á vegginn eða á gólfið. En ekki örvænta því við kunnum ráð til að fjarlægja krotið fyrir þá sem það vilja.

Bestu ráðin til að þrífa listaverk af veggjum og gólfi:

  • Ef flöturinn er málaður eða lakkaður þá ertu í góðum málum og getur að öllum líkindum þvegið litina auðveldlega af.
  • Flestalla tússliti má þvo af með vatni og sápu.
  • Krítar- og blýantstrik fara auðveldlega með smá bensínhreinsi og hreinum klút.
  • Sterkan tússlit má þrífa með spritti, bómull og slatta af þolinmæði.
  • Töfrasvampar geta einnig gert kraftaverk og fjarlægt strik og bletti ef spritt og sápuvatn duga ekki til. Þeir fást í flestum byggingarvöruverslunum og virka nánast eins og strokleður.
  • Það getur reynst erfitt að fjarlægja krot af veggfóðri og eins af trégólfum sem ekki er búið að meðhöndla, þá þarf að öllum líkindum að slípa þau aftur. Ef um lítið svæði er að ræða dugar oft að notast við sandpappír og smá handafl.

En sama hvort þú vinnur með spritt, edik, hársprey, tannkrem eða bensín – mundu þá að prófa þig áfram á lítt sýnilegum bletti til að sjá hvernig flöturinn tekur við efninu sem þú vinnur með. Ef ekkert virkar, þá er ekkert annað í stöðunni en að mála aftur yfir vegginn.

Litrík listaverk eru mis vinsæl á veggjum og gólfi.
Litrík listaverk eru mis vinsæl á veggjum og gólfi. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert