Meðlætið sem slær í gegn á jólunum

Kristinn Magnússon

Hér erum við með meðlæti sem er svo gott að það kemst í sögubækurnar! Við erum að tala um rósakál sem er löðrandi í rjóma og beikoni.

Uppskriftin kemur úr Hátíðablaði Hagkaups og Matarvefsins sem hægt er að nálgast HÉR — en sönnum matgæðingum getum við sagt þetta: Hér er um hreinræktaðan veislukost að ræða.

Meðlætið sem slær í gegn á jólunum

300 g rósakál

100 g beikon

3 dl rjómi

salt

Endinn skorinn af rósakálinu, síðan er það skorið í helminga.Beikonið skorið í litla bita. Panna hituð og beikonið steikt þar til það er stökkt, þá er beikonið tekið af (ekki hella fitunni af) og rósakálið sett út á pönnuna, steikt í um það bil 5 mínútur. Þá er beikonið sett aftur út á, sem og rjóminn. Rjóminn er síðan soðinn niður rólega þar til hann þykknar vel. Smakkað til með salti í lokin.

Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert