Lakkrísbolla með súkkulaðirjóma og lakkrískurli

Ljósmynd/Nói Síríus

Hér erum við með lakkrísbollu í hæsta gæðaflokki sem ætti engan að svíkja. Bollan er á meðal fjölmargra sem eru að finna í bollubæklingi Nóa Síríus sem er hreint frábær (eins og búast mátti við)!!!

Lakkrísbolla með súkkulaðirjóma og lakkrískurli

Súkkulaðirjómi

  • 150 g Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum
  • 75 ml rjómi
  • 600 ml rjómi (þeyttur)
  • 150 g Síríus lakkrískurl

Lakkrískaramella

  • 1 poki Nóa lakkrískúlur
  • 4 msk. rjómi

Lakkrískaramella

  • 1 poki Nóa lakkrískúlur
  • 4 msk. rjómi

Aðferð

Brytjið niður rjómasúkkulaðið með lakkrísflögum og hitið rjómann (75 ml) að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið vel saman. Súkkulaðiblöndunni er síðan blandað varlega saman við þeytta rjómann. Skerið bollurnar í sundur og setjið súkkulaðirjómann á milli og svo lakkrískurl.

Nóa lakkrískúlur settar í lítinn pott ásamt rjómanum og brætt saman. Dýfið lokunum á bollunum í lakkrískaramelluna eða setjið á lokin með skeið. Að lokum eru bollurnar skreyttar með gróft muldu piparkroppi og lakkrískurli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert