Hin fullkomna vöffluuppskrift

Vöfflur eru ekki bara vöfflur. Hér er uppskriftin sem þú …
Vöfflur eru ekki bara vöfflur. Hér er uppskriftin sem þú þarft að kunna. mbl.is/Colourbox

Elskar þú vöfflur eins mikið og við? Hér er leyndardómurinn að hinni einu sönnu vöffluuppskrift sem gerir vöfflurnar stökkar að utan en mjúkar að innan. Að baka vöfflur er ekki bara að kasta nokkrum hráefnum í skál og slumma deiginu á heitt járnið – því deigið þarf fyrst og fremst að vera gott.

Fullkomna vöffluuppskriftin

  • 5 dl hveiti
  • 1 ¾ dl sykur
  • 3 ½ tsk. lyftiduft
  • 2 stór egg
  • 3 ½ dl mjólk
  • 1 2/3 dl bráðið smjör
  • 1 tsk. vanillusykur

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál.
  2. Pískið eggjarauðurnar létt í annarri skál og bætið síðan mjólk saman við, ásamt smjörinu og smá af vanillusykri. Blandið vel saman.
  3. Hellið eggjarauðublöndunni saman við þurrefnin og blandið varlega saman.
  4. Pískið eggjahvíturnar stífar og veltið þeim í deigið.
  5. Bakið vöfflurnar í heitu vöfflujárni þar til gylltar. Því hærri hiti á járninu, því stökkari verða þær.
  6. Berið fram með rjóma, berjum, súkkulaði eða öðru sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert