Metnaðarfull karamellubolla sem slær í gegn

Ljósmynd/Hagkaup

Hér erum við að tala um metnað enda dugar ekkert minna ef það á að skella í almennilegt bollukaffi. Þessa dásemd úr smiðju Sylvíu Haukdal er að finna í bollubæklingi Hagkaups sem er algjörlega geggjaður og stútfullur af uppskriftum frá Evu Laufeyju og Sylvíu.

Karamellubolla með Lindor ganache og karamellukurli

Karamellu-súkkulaðiganache:

  • 100 g karamellu Lindor-kúlur
  • 40 ml rjómi

Karamellusúkkulaði rjómi:

  • 100 g karamellu Lindor-kúlur
  • 40 ml rjómi
  • 400 ml rjómi
  • karamellukurl

Aðferð:

Karamellu-súkkulaðiganache

  1. Hitið rjómann upp að suðu og hellið yfir Lindor-kúlurnar (saxaðar).
  2. Hrærið vel saman og látið kólna örlítið.

Karamellusúkkulaðirjómi:

  • Hitið 40 ml af rjóma upp að suðu og hellið yfir Lindor-kúlurnar (saxaðar), hrærið vel saman og látið kólna örlítið.
  • Þeytið rjóma og blandið öllu varlega saman.

Samsetning:

  1. Smyrjið karamellusúkkulaðrjómanum á botninn og stráið karamellukurli yfir.
  2. Smyrjið karamellusúkkulaðiganache á lokið og stráið karamellukurli yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert