Fá ekki mat á starfsdegi en dó ekki ráðalaus

Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir
Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir mbl

Hin einstaka Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir — oft betur þekkt sem Ragga Eiríks dó ekki ráðalaus þegar henni var tjáð að ekki væri hægt að útvega veitingar á starfsdegi hjúkrunarfræðinga á geðdeild. Hún leitaði á náðir hópsins Matartips inn á Facebook og bað um aðstoð sem hún sagði vera einstakt tækifæri til að dekra við starfsfólk geðendurhæfingar.

Ragnheiður, sem er teymisstjóri dagdeildar geðendurhæfingar LSH segir í póstinum að haldinn verði hálfur starfsdagur þann 27. mars hjá teyminu en þau skilaboð hafi borist frá yfirmönnum að ekki séu til fjármunir til að bjóða upp á veitingar. Í hópnum eru tólf manns og fékk Ragnheiður leyfi til að sækja um styrki, sem hún og gerði.

Matartipsverjar létu ekki á sér standa og samkvæmt síðustu tölum var hópurinn búinn að fá:

  • Samlokur frá Joe and the Juice
  • Súkkulaði frá Omnom
  • Pítsuveislu frá Domino´s
Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert