Ómótstæðileg jarðarberjaterta með sykruðum vanillurjóma

Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir

Vel heppnaður svampbotn er undirstaða margs þess sem gerir lífið svo dásamlegt. Og þessi dásemdarjarðarberjaterta er svo sannarlega í þeim flokki.

Það er hún Ingibjörg Ásbjörnsdóttir sem heldur úti samnefndri síðu sem á heiðurinn að þessari köku. Ingibjörg er mikill meistarakokkur og deilir á síðunni fallegum kökum sem hún hefur bakað enda segist hún fátt vita skemmtilegra en að baka.

Fersk, sæt og sumarleg jarðarberjaterta

Dúnmjúkir svampbotnar fylltir með sykruðum vanillurjóma og jarðarberjum.

Svampbotnar uppskrift:

  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl kartöflumjöl
  • 1 tsk. lyftiduft

Aðferð:

  1. Egg og sykur er þeytt vel saman þar til létt og ljóst
  2. Hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft er hrært varlega saman við eggjablönduna
  3. Þrjú 17,5 cm (7") kökuform eru smurð og deiginu skipt jafnt í formin.
  4. Botnarnir eru bakaðir við 175°C í 30-35 mínútur.

Fylling:

  • 400 g rjómi
  • 4 msk. sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 askja jarðarber (500 g)

Aðferð:

  1. Rjómi, sykur og vanilludropar er þeytt saman þar til rjóminn er orðinn loftkenndur.
  2. Jarðarber eru skorin niður í sneiðar.
  3. Svampbotnunum er staflað með rjómafyllingu og niðurskornum jarðarberjum á milli.
  4. Rjómafylling og jarðarberjasneiðar er líka sett ofan á kökuna ásamt nokkrum hálfum jarðarberjum.
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert