Skopleg ummæli föður úr eldhúsi dóttur sinnar

Chris Kyle hér sem gestur á Ava's Kitchen - en …
Chris Kyle hér sem gestur á Ava's Kitchen - en hann hafði eitt og annað um þjónustuna að segja. mbl.is/Instagram_@christophe_kyle

Chris Kyle er ósköp venjulegur faðir, sem brennur fyrir að styðja fyrirtæki í eigu svartra. Nýlega heimsótti hann eftirminnilegan veitingastað og skrifaði bráðfyndna umsögn um heimsóknina.

Umræddur rekstur er undir höndum dóttur hans, Ava, sem er sjálfstætt starfandi kokkur. Hún tók vel á móti Chris og bauð honum besta sætið á staðnum – inni í miðju eldhúsi. Ava sá um að taka niður pantanir ásamt því að hafa fulla stjórn í eldhúsinu við að elda matinn — klædd krúttlegri kokkahúfu og bleikri svuntu með pífum.

Chris starfar við frumkvöðlastörf og sagðist hafa heimsótt enn einn reksturinn í eigu svartra í hádeginu þennan umrædda dag. Staðurinn kallist Ava‘s Kitchen og opnaði í lok aprílmánaðar. Staðurinn hafi verið snyrtilegur en hann hafði nokkur orð um eigandann að segja.
Chris sagðist hafa spurt út í blöðrur sem lágu í sætinu hans, því ekki átti hann afmæli þennan dag. Ava sagði honum að vera ekki að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við, blöðrurnar væru í eigu móður hennar. Eins sagðist hann hafa beðið í 45 mínútur eftir matnum sínum þrátt fyrir að vera eini gesturinn á staðnum. Hann sá kokkinn vera undir fullri stjórn að undirbúa matinn en hafi svo stoppað í 20 mínútur til að horfa á Paw Patrol í sjónvarpinu. Hann sagði að þjónustuna mætti klárlega bæta en kokkurinn væri mjög krúttlegur.

Þrátt fyrir hnökrótta upplifun sagðist Chris vera tilbúinn að gefa Ava‘s Kitchen annan séns í framtíðinni. Við mættum ekki gefast upp á „black business“ eftir ein mistök.

Chris birti ummælin og myndir á Instagram, og athugasemdakerfið var ekki lengi að fyllast. Hann sagðist vera ánægður að sjá hversu glöð dóttir hans væri með eldhúsið sem kostaði nokkur hundruð dollara. Á meðan annar faðir sagðist hafa lent í svipuðu dæmi – hann þurfti að senda samloku til baka til kokksins þar sem kalkúninn var búinn til úr grænum leir og tebollinn hans var bara vatn.

Krúttlegur kokkur að störfum.
Krúttlegur kokkur að störfum. Instagram_@christophe_kyle
Instagram_@christophe_kyle
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert