Matvörur sem skal ekki hita upp aftur

Ef þú ert týpan sem borðar afganga skaltu vera viss …
Ef þú ert týpan sem borðar afganga skaltu vera viss um hvernig best sé að hita upp matinn. mbl.is/Colourbox

Flest okkar erum dugleg að borða afganga og sporna þannig við matarsóun á meðan aðrir geta ekki hugsað sér mat frá deginum áður. En það eru ekki allar matvörur sem þola að vera hitaðar aftur og aftur. Hér eru nokkrar matvörur sem gott að er vita hvernig best er að meðhöndla daginn eftir.

Sveppir
Sveppi er best að borða strax eftir að þeir eru eldaðir. Próteinið í sveppum fer í gegnum sérstakt ferli um leið og þú hefur skorið í þá sem getur leitt til þess að þú fáir illt í magann. Borðaðu sveppi eins fljótt og mögulegt er, og forðastu að hita þá upp daginn eftir.

Egg
Það getur verið slæm hugmynd að borða rétti með eggjum daginn eftir að þau voru matreidd. Við upphitun þessarar litlu próteinbombu eftir að hafa matreitt deginum áður geta ákveðin efni farið beint í meltingarfærin á vondan hátt.

Kartöflur
Kartöflur geta verið varasamar. Ef þú lætur kartöflur kólna við stofuhita í stað þess að setja strax inn í ísskáp geta bakteríur myndast vegna mikils hitastigs. Bakteríurnar drepast ekki með því að hita þær upp aftur. Svo ef þú vilt borða kartöfluafganga daginn eftir, er best að setja þær inn í ísskáp um leið og þú hefur lokið við að borða.

Hrísgrjón
Hér gildir sama reglan og með kartöflurnar. Ef þú vilt hita upp hrísgrjón daginn eftir skaltu skella þeim strax inn í ísskáp en ekki láta standa á borði við stofuhita. Bakteríur geta myndast í hrísgrjónum sem breytast hratt og geta leitt til niðurgangs eða uppkasta.

Kjúklingur
Hér eru það ekki bakteríurnar sem þú skalt óttast, heldur próteinsamsetningin í kjúklingnum sem breytist þegar kaldur kjúklingur er hitaður upp á ný – og getur gefið þér illt í magann. Ef þú vilt hita upp kjúkling skaltu sjá til þess að hann sé rjúkandi heitur alla leið í gegn.

Heimild: www.womansday.com

Hrísgrjónaafgangar eiga fara beint í kæli en ekki standa lengi …
Hrísgrjónaafgangar eiga fara beint í kæli en ekki standa lengi á borði við stofuhita. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert