Fæðutegundin sem skíðadrottningin getur ekki lifað án

Lindsay Vonn.
Lindsay Vonn. AFP

Skíðadrottningin Lindsay Vonn er ein besta skíðakona sögunnar og á að baki ótrúlegan feril sem seint verður toppaður.

Í samtali við Delish á dögunum fór Vonn í gegnum mataræði sitt sem hún segir í grunninn vera fremur einfalt en þó sé ein fæðutegund sem hún getur ekki verið án.

Hún segir að mataræði sitt hafi breytst nokkuð eftir að hún hætti að keppa og æfa jafn mikið þar sem hún þurfi minna af kolvetnum en í grunninn reyni hún að borða fremur hreinan mat.

Dæmigerður dagur í lífi Vonn hefst á því að hún borðar avókadó og egg. Hádegisverðurinn er yfirleitt eitthvað einfalt eins og kjúklingur og grænkál eða kjúklingasalat. Hér horfir Vonn til þess að minnka kolvetni eins og kostur er. Í kvöldmat fær hún sér oft kjötlausan hamborgara eða bolognese með kúrbítsspaghetti.

Í eftirrétt fær Vonn sér alla jafna ís en hún segist ekki geta án hans verið og hún gæti borðað ís í öll mál.

Almennt segist Vonn reyna að halda líkamanum í góðu jafnvægi og borða ekki fleiri hitaeiningar heldur en líkaminn þurfi á að halda. Þegar hún hafi verið að keppa hafi hún alltaf fengið sér Red Bull áður en hún renndi sér af stað í keppni og þegar hún var komin niður fékk hún alltaf próteinhristing til að líkaminn yrði fljótari að jafna sig.

Þar höfum við það: Ekki borða meira en þú þarft og orkudrykkur og próteinhristingur þegar þú keppir á Ólympíuleikunum.

Lindsay Vonn.
Lindsay Vonn. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert