Ótrúleg aðferð til að þrífa skartgripi

Skutlaðu skartinu þínu í þvottavélina!
Skutlaðu skartinu þínu í þvottavélina! mbl.is/Colourbox

Silfurkeðjur er ekki auðvelt að þrífa, frekar en svo margt annað silfur sem hægt er að pússa. En hér kynnum við á sama tíma stórkostlega og ótrúlega aðferð til að þrífa skartið þitt.

Það finnast ýmis efni og klútar til að þrífa skartgripi en þetta ráð kemur frá skartgripasala nokkrum sem segir aðferðina svínvirka. Hann heldur því fram að best sé að stinga hálskeðjunum í buxnavasann! Næst þegar þú ætlar að þvo buxur eða aðra flík með lokuðum vasa skaltu stinga skartgripunum þínum í hann og loka fyrir – skutla flíkinni inn í þvottavél og leyfa henni að vinna sitt verk. Að lokum stendurðu uppi með hreina flík og „nýpússað“ skart. Frábært, ekki satt?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert