Svona grillar þú Grillostinn

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við sögðum frá því á Matarvefnum á dögunum að kominn væri á markað nýr ostur sem kallast Grillostur. Minnir osturinn einna helst á Halloumi-ost sem ostaunnendur hafa miklar mætur á. Hér hefur Berglind Hreiðars á Gotteri.is útbúið grænmetisgrillspjót með Grillosti sem er vel þess virði að prófa.

Grillspjót með grænmeti og Grillosti

Grillspjót:

  • 1 stk.Grillostur frá Gott í matinn
  • 150 g sveppir
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 1/2 stk. kúrbítur
  • grillolía með hvítlauk
  • ólífuolía

Jógúrtdressing:

  • 200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
  • 2 msk. saxaður kóríander
  • 1/2 stk. lime, safi og börkur
  • 1 stk. hvítlauksrif, rifið
  • salt og pipar

Aðferð:

  • Skerið Grillost niður í sneiðar/bita sem eru um 1 cm á þykkt.
  • Skerið rauðlauk og kúrbít niður.
  • Raðið grænmeti og osti á spjót og penslið létt með ólífuolíu.
  • Penslið næst þunnu lagi af grillolíu á spjótin og setjið á meðalheitt grillið.
  • Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk.

Jógúrtdressing

  • Blandið öllu saman í skál og berið fram með grillspjótunum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert