Skúbb komið til Akraness og spennandi nýjungar á markað

Ísgerðin Skúbb kynnti í dag hollar og bragðgóðar nýjungar; Skúbb-boost og Skúbb-skál. „Við notum lífræna gríska jógúrt frá Biobú í þessar nýjungar en við notum lífrænu mjólkina frá þeim í mjólkurísinn sem á stóran þátt í að gera hann svona góðan eins og raun ber vitni. Boost og skál er því virkilega holl og góð viðbót við flóruna hjá okkur. Lífræna gríska jógúrtin er orkumikil og auðmeltanleg. Hún er einnig rík að omega 3-fitusýrum sem og próteinrík,“ segir Jón Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skúbbs.

Jón segir að lífræna gríska jógúrtin sé ekki einungis holl og bragðgóð heldur sé hún líka góð fyrir umhverfið. „Bændurnir nota mun minna korn en aðrir en mjólkin verður betri og ríkari að næringarefnum ef gras er uppistaðan við fóðrun kúa. Það er enginn tilbúinn áburður sem er sérstaklega slæmur fyrir umhverfið og jarðveginn.“

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segist fagna samstarfinu við Skúbb. „Lífræna gríska jógúrtin er einstök vara og íslenskir neytendur hafa tekið henni opnum örmum,“ segir hann.

Skúbbísinn er fáanlegur frá og með deginum í dag hjá Café Kaju á Akranesi þar sem verður m.a. sérstakt Skúbb-ísborð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert