Spennandi nýjung frá Norðlenska

Norðlenska hefur sett á markað eina mest spennandi nýjung sem sést hefur lengi. Um er að ræða Koftaspjót en Kofta er velþekkt í matargerð í Mið-Austurlöndum og er vanalega gert úr lambi, nauti eða kjúklingi.

Hugtakið Kofta á bæði við um bollur sem og formuð kjötspjót sem oft eru borin fram með jógúrtsósu, hrísgrjónum og naan brauðum. Einnig er gott að nota þau sem fyllingu í pítur.

Koftaspjótin frá Norðlenska innihalda íslenskt nauta  - og lambakjöt og eru án allra fylliefna.

Að sögn Sigurgeirs Höskuldssonar, vöruþróunarstjóra Norðlenska, hefur varan verið lengi í þróun.

„Við tókum okkur góðan tíma í að gera réttu kryddblönduna fyrir báðar kjöttegundir og erum mjög ánægð með útkomuna. Koftaspjót eru þekkt vara sem er hefur notið talsverða vinsælda erlendis og fannst okkur spenanndi að bjóða íslenskum neytendum upp á þessa vöru,“ segir Sigurgeir en í upphafi hafi eingöngu staðið til að vera með spjót úr lambakjöti.

„Síðan prófuðum við okkur áfram með nautakjöt og það kom mjög vel út. Því settum við báðar tegundir á markað,“ segir Sigurgeir en samhliða þessu koma tvær nýjar jógúrtsósur á markað sem þróaðar voru sérstaklega fyrir Koftaspjótin.

Einfalt er að elda Koftaspjótin en bæði er gott að setja þau á grillið eða steikja á pönni í um það bil 5 mínútur á hvorri hlið. Eins sé ákaflega gott a bara þau fra með jógúrtsósu, fersku grænmeti og naan brauði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert