Omnom opnar ísbúð – sjúklegir ísréttir í boði

Meistararnir hjá Omnom ætla að taka ísheiminn með trompi og hafa sett saman einn þann metnaðarfyllsta ísréttaseðli sem sést hefur.

Búiðin verður opnuð formlega um næstu helgi en þessa helgi er í gangi svokölluð mjúk opnun á Omnom-ísbúðinni í húsakynnum fyrirtækisns á Hólmaslóð 4 úti á Granda. 

Að sögn Hönnu Eiríksdóttur, markaðsstjóra Omnom, ríkir mikil eftirvænting fyrir opnun ísbúðarinnar. „Við erum að springa úr spenningi yfir því að fá að kynna nýja upplifun í ísréttum, sem eru einhvers staðar mitt á milli þess að vera bragðarefur og desert á veitingastað. Bara ekki búast við ís með dýfu, við klúðrum því alltaf.“

Spurð af hverju Omnom sé að búa til ís segir hún það fremur einfalt. „Af því að við elskum alls konar deserta og ís er okkar uppáhaldsdesert, á eftir súkkulaði auðvitað. Þegar við byrjuðum að sameina ást okkar á þessum tveimur yndisaukum fengum við út ótrúlega margar bragðsamsetningar sem okkur hefði ekki órað fyrir.

Við byrjum með fimm rétti á ísseðlinum og munum svo bæta inn fleiri spennandi og tilraunakenndum réttum,“ segir Hanna en afgreiðslutími um helgina er sem hér segir:

Opið yfir mjúku opnunarhelgina:

  • Fimmtudagskvöld 17.9. kl. 18-22
  • Föstudagskvöld 18.9. kl. 18-22
  • Laugardaginn 19.9. kl. 14-22
  • Sunnudaginn 20.9. kl. 14-22

Ísréttaseðillinn:

Kolkrabbinn

  • Hindberja-lakkrís-súkkulaði-kurl
  • saltlakkrís-súkkulaðisósa
  • extra súrt hindberjahlaup
  • ferskur mjúkís


Gyllti svanurinn

  • Ristaðar kókosflögur í karamellusúkkulaði
  • ástaraldinsósa
  • makkaróna með ástaraldinfyllingu
  • vöffluvængir
  • ferskur mjúkís

Ísbjörninn

  • Brenndur mjúkur sykurpúði
  • dökk súkkulaðisósa úr 70% Tanzania
  • hafrakexmulningur
  • birkireykt sjávarsalt frá Saltverki
  • ferskur mjúkís

Hrúturinn

  • Karamelliseraðar makadamíahnetur í Madagascar-mjólkursúkkulaði
  • heimalagað saltað möndlusmjör
  • ferskur mjúkís

Leðurblakan

  • Kaffisúkkulaðisósa
  • ristað pretzelkrömbl
  • yuzukrem
  • ferskur mjúkís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert