Svona áttu að þvo nærfötin þín

Ljósmynd/Colourbox

Ert þú ein af þeim sem setja nærfötin í þvottavélina með almennum heimilisþvotti? Nema nærfötin þín séu úr hvítri bómull sem þola hraðsuðu þá eru þetta helgispjöll svo ekki sé fastar að orði kveðið – segja sumir en þó ekki allir. Nærföt – og þá sérstaklega vönduð nærföt á einungis að handþvo samkvæmt því sem sérfræðingarnir segja og þá að sjálfsögðu að skola þau með mildri sápu í volgu vatni í vaskinum. Við kunnum hins vegar annað trix sem auðveldar lífið til muna.

Trixið er að taka hreinan sokk og setja brjósthaldara í sokkinn eða eina nærbrók og þvo þannig. Við leiðum hér líkur að því að flíkurnar séu ekkert allt of skítugar og að sjálfsögðu myndum við aldrei setja nærfatnaðinn okkar í skítugan þvott. Þetta ráð virkar heldur betur og inni í sokknum væsir ekki um fíneríið meðan vélin þvær. Munið bara að þvo á lágum hita og velja stutt prógramm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert