Skothelt og hitaeiningasnautt túnfisksalat Berglindar

Ljósmynd/Berglind Hreiðars, Gott í matinn

Vel heppnað túnfisksalat er það allra besta og hér erum við með uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem við fullyrðum að sé í sérflokki þrátt fyrir að það innihaldi ekkert majónes!!!

Hér er notast við kotasælu í staðinn og útkoman er alveg upp á tíu!

Við mælum hiklaust með að þið prófið þessa snilld.

Skothelt og hitaeiningasnautt túnfisksalat Berglindar

  • 250 g kotasæla
  • 3 stk. harðsoðin egg
  • 1 dós túnfiskur í vatni og/eða
  • 1 stk. rauð paprika
  • 2 msk. sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
  • aromat, salt og pipar eftir smekk
  • 1⁄2 stk. smátt saxaður rauðlaukur

Aðferð:

Sigtið vatnið af túnfisknum og/eða saxið niður paprikuna í litla bita.

Skerið eggin smátt niður og blandið öllum hráefnum saman í skál.

Smakkið til með kryddum og berið fram með góðu brauði eða kexi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert