Svona færðu orku án þess að drekka kaffi eða orkudrykki

Hvernig nærð þú upp orku á morgnanna?
Hvernig nærð þú upp orku á morgnanna? Mbl.is/BSIP

Það eru ýmsar aðferðir til að vakna á morgnana og halda orkunni gangandi, án þess að þamba orkudrykki eða marga lítra af kaffi. Hér eru sjö leiðir til að ná upp orku.

Piparmynta virðist vera auðveld leið til að vakna og vera ferskur. Því ætti tannkrem með piparmyntu að vera fyrsti kostur á tannburstann.

Sjálfsást er af hinu góða – og með því að nudda létt svæði á líkamanum eins og ristar, fingur og gagnaugu mun það auka vellíðan og þú helst vakandi fyrir vikið.

Appelsínudjús er hollur og góður, en það er ekki djúsinn eða glasið sem þú drekkur úr sem heldur þér vakandi heldur hafa rannsóknir sýnt fram á að það er liturinn á djúsnum sem eykur einbeitingu og orku.

Gluggatjöldin eru oftast alveg fyrir hjá okkur á nóttunni því það er svo notalegt að sofa í myrkri. En það getur líka reynst erfitt að vakna í miklu myrkri! Því er upplagt að skilja smá rifu eftir opna á gluggatjöldunum til að fá dagsbirtuna inn í herbergið og auðvelda okkur „álagið“ við að vakna.

Kókosvatn er ekki bara hollt, það örvar þig til að vakna. En kókosvatn er ekki bara orkugefandi, því það þykir einnig frábært við timburmönnum.

Epli inniheldur sirka sama magn af sykri og hálf kókdós, hvort tveggja orkugefandi  en eplin eru þó mun hollari. Þar fyrir utan er trefjahúðin á eplunum erfiðari fyrir líkamann að melta, sem þýðir að meltingarfærin þurfa að fara „vinna“ og vekja því restina af líkamanum.

Svart te inniheldur um 80 mg af koffíni en grænt te einungis 25 mg. Svo svart te mun sannarlega vekja þig áfram inn í daginn.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert