Best geymda leyndarmál Smáralindar

Energia í Smáralind hefur fengið upplyftingu og tekur á móti …
Energia í Smáralind hefur fengið upplyftingu og tekur á móti gestum í svo til nýju umhverfi. Mbl.is/Energia

Veitingastaðurinn Energia hefur verið starfræktur í Smáralind frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar, eða frá árinu 2001. Nýverið fékk staðurinn upplyftingu sem þykir hafa heppnast vel.

Energia er þekktur fyrir ljúffenga og fjölbreytta rétti sem eru vel útilátnir og mikið lagt upp úr gæðum og góðu hráefni. Þar ber helst að nefna úrval af salötum, kjúklingaréttum með hrísgrjónum, pastarétti, samlokur af ýmsum toga og smárétti á við brúsettur ofl. „Sérstaðan okkar eru klárlega okkar réttir sem hafa verið á matseðili nánast frá upphafi. Pastað sem hefur verið gríðarlega vinsælt, salötin okkar og samlokurnar. Eins bjóðum við daglega upp á súpu og brauð sem er mjög vinsælt”, segir Guðný Baldursdóttir eigandi og framkvæmdastjóri staðarins í samtali. „Við kappkostum við að bjóða góð verð.  Við heyrum mjög reglulega frá viðskiptavinum okkar hvað það sé notalegt að geta sest inn á veitingstað í verslunarmiðstöð, í kósí og notalegu umhverfi þótt þú sért í verslunarmiðstöð“, segir Guðný.

Mbl.is/Energia

Sem sagt, þá hefur Energia fengið upplyftingu sem hefur fært veitingastaðinn á ennþá hærra plan. Og segir Guðný staðinn vera reglulega með myndlistasýningar á veggjunum þar sem spennandi listamenn sýna verkin sín fyrir gesti að njóta á meðan þeir gæða sér á réttum dagsins.

Mbl.is/Energia
Mbl.is/Energia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert