Varað við að drekka áfenga drykki í miklum hita

Það er ljúft að skála í ísköldum öl á heitum …
Það er ljúft að skála í ísköldum öl á heitum sumardegi. mbl.is/Getty Images

Hitabylgja færist hratt yfir nágrannaþjóðir og víðar um heiminn, þar sem veðurstofur gefa út rauðar viðvaranir vegna of mikils hita. En er ráðlagt að drekka áfengi í svo miklum hita? Þegar stórt er spurt erum við með svörin.

Íslendingar eru á faraldsfæti þetta sumarið og margir hverjir með bókaðar ferðir á staði þar sem hitatölur slá öll met. En slík hitabylgja getur verið lífshættuleg ef ekki er vel að gáð. Og þrátt fyrir að það hljómi sem svalandi lausn, þá þykja áfengir drykkir ekki vera ráðlagðir í hitakófinu. Því í miklum hita eigum við það til að svitna meira og áfengisdrykkja getur valdið því að við missum vökva úr líkamanum vegna aukins þvagláts. Þeir sem kjósa áfengi í heitu veðri, er ráðlagt að gæta hófs og neyta alltaf vatns samhliða til að tryggja að það fái ekki vökvaskort. Allt er gott í hófi eins og einhver sagði.

Einkenni ofþornunar eru:

  • Að finna fyrir þorsta.
  • Dökkgult eða illa lyktandi þvag.
  • Svimi
  • Þreyta
  • Munnþurrkur, vara- og augnþurrkur.
  • Sjaldan á salernið, eða minna en fjórum sinnum á dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert