Einfaldasti pottréttur í heimi

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Fljótlegur og góður hakkréttur sem eldaður er í einum potti og er kominn á borið á innan við 30 mínútum. Gott að bera fram með sýrðum rjóma og góðu hvítlauksbrauði. Einnig er hægt að krydda með taco kryddblöndu ef þið eigið ekki öll kryddin hér að neðan. Fyrir ykkur sem viljið hafa réttinn í sterkari kantinum er hægt að bæta ½ tsk. af cayenne pipar. Þessi réttur dugar

Mexíkóskur pottréttur með hakki 

fyrir 4-6 manns.

  • 500 g nautahakk
  • 1 stk. laukur
  • 4 stk. hvítlauksgeirar
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1⁄2 tsk. cayenne pipar
  • 2 tsk. óreganó
  • 3 msk. cumin
  • 3 tsk. hvítlaukskrydd
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • 2 tsk. sjávarsalt
  • 100 g tómatpúrra
  • 120 g hrísgrjón
  • 6 dl vatn
  • 1 tengingur kjötkraftur
  • 400 g svartar baunir
  • 1 stk. rauð paprika
  • 6 stk. vorlaukur
  • lúka af ferskum kóríander
  • rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn

Meðlæti

  • sýrður rjómi og hvítlauksbrauð

Aðferð:

  1. Hitið olíu í potti eða djúpri pönnu og setjið laukana og hakkið í pottinn.
  2. Steikið hakkið þar til það er alveg að verða fulleldað.
  3. Bætið kryddi saman við ásamt tómat púrru, hrísgrjónum, baunum, vatni og kjötkrafti og hrærið allt vel saman.
  4. Látið sjóða í 15 mínútur.
  5. Bætið 100 g af cheddarosti saman við ásamt 4 stk. af söxuðum vorlauk, söxuðum ferskum kóríander og papriku.
  6. Hrærið öllu vel saman og látið sjóða í 2-4 mínútur.
  7. Setjið restina af ostinum yfir pottréttinn og setjið lokið ofan á þar til osturinn hefur náð að bráðna.
  8. Saxið niður restina af vorlauknum og setjið ofan á.
  9. Gott er að bera fram með sýrðum rjóma og t.d. hvítlauksbrauði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert