Sjöfn Þórðardóttir tekur við matarvefnum

Sjöfn Þórðardóttir tekur við matarvef mbl.is.
Sjöfn Þórðardóttir tekur við matarvef mbl.is. Ljósmynd/Valli

Sjöfn Þórðardóttir, sem hélt úti sjónvarpsþættinum Matur og heimili á sjónvarpstöðinni Hringbraut og hefur skrifað um mat um árabil, hefur verið ráðin til starfa á mbl.is og Morgunblaðið.

Sjöfn er grunnskólakennari að mennt og hefur síðustu 30 ár starfað í fjölmiðlum, verið verkefnastjóri og almannatengill. Sjöfn mun hafa umsjón með matarvef mbl.is.

„Ég er full tilhlökkunar að koma til starfa á öflugasta miðli landsins og halda áfram að þróa og byggja upp þann kröftuga og góða grunn sem fyrir er á Morgunblaðinu í tengslum við matarvef mbl.is. Það fylgir tilhlökkun og eftirvænting að fá að starfa áfram á þeim vettvangi sem ég brenn fyrir og þar sem ástríðan mín liggur, og  gera enn betur.“

Morgunblaðið og mbl.is býður Sjöfn velkomna til starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert