Hin sívinsælu viskínámskeið byrja í október og verða haldin á Dillon Whiskey bar á Laugaveginum. Leiðbeinandinn á námskeiðunum verður Þorfinnur Guttormsson sem mikill áhugamaður fyrir brenndum vínum og veit fátt skemmtilegar að deila ástríðu sinni með áhugasömum viskíaðdáendum.
„Ætli það sé ekki best að titla mig sprúttsala,“ segir Þorfinnur þegar hann er spurður hvaða titil hann vilji nota. „Áhugi minn fyrir brenndum vínum vaknaði snemma og hefur í raun verið leiðandi afl allan minn starfsferil. Ég er nú að sjá síþyrstum Dönum fyrir drykkjum frá brugghúsinu margfræga Mikkeller. Þar áður vann ég hjá Foss distillery og Glóbus, auk þess að hafa staðið ófáa vaktina á bak við barinn á sjálfum Dillon. Upphaflega settum við Viskískólann á Dillon upp sem starfsmannaþjálfun. Fljótlega fóru að berast fyrirspurnir utan úr bæ, en þá lá það augljóslega við að hleypa fróðleiksfúsum að,“ segir Þorfinnur.
Dillon er langstærsti viskíbar landsins og hefur verið það fjölda ára. „Við stærum okkur af því að bjóða upp á 150 til 200 tegundir hverju sinni. Við reynum að bjóða upp á það besta úr hverjum flokki og fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast í heiminum sem tengist þessum nektar guðanna,“ segir Þorfinnur.
„Í vetur verður boðið upp á Whiskey 101, Heimsreisu, Japönsk whiskey og Amerísk whiskey. Whiskey 101 er fyrir þá sem vilja kynnast viskí betur. Heimsreisa er ný viðbót við Viskískólann okkar hér á Dillon og smökkum við viskí frá fimm löndum sem fólk tengir vanalega minna við viskí framleiðslu. Japönsk Whiskey hafa náð ótrúlegum hæðum í gæðum og verða sífellt vinsælla, því bjóðum við upp á námskeið sem einblínir einungis á japönsk viskí. Einnig erum við með námskeið í amerísku viskí. Það er hægt að hafa samband til að bóka fyrir fyrirtæki, vinnuhópa eða stærri hópa. Við erum með lifandi tónlist alla miðvikudaga til laugardaga hér á barnum. Tilvalið að skella sér eftir viskískólann og hlusta á góða tónlist með gott viskí í hönd.
Sex námskeið verða í boði að þessu sinni með mismunandi áherslum á eftirfarandi dögum og er sætaframboð takmarkað:
Hægt að er nálgast frekari upplýsingar og bóka hér.