Kóngurinn boðar komu sína hingað

George Motz hefur margoft áður komið til Íslands.
George Motz hefur margoft áður komið til Íslands.

Áhugafólk um hamborgara ætti að setja sig í stellingar og taka miðvikudaginn 11. september frá. Þá hefur sjálfur George Motz boðað komu sína á veitingastaðinn Le Kock í miðborg Reykjavíkur. Þar mun hann steikja sinn frægasta borgara ofan í gesti, miðla af þekkingu sinni og spjalla við fólk.

„Hann hefur borðað hjá okkur nokkrum sinnum og elskar beyglurnar okkar og kleinuhringina. Hann er á leið til Írlands þar sem hann verður með pop up-viðburð og stoppar hér á landi á leiðinni. Því setti hann sig í samband við okkur og bauðst til að vera með sambærilegan viðburð hér. Við tókum því auðvitað fagnandi,“ segir Markús Ingi Guðnason, einn eigenda Le Kock og Deigs.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert