Passaðu að velja ætisblóm

Ólöf Ólafsdóttir konditori, fyr­rverandi meðlimur ís­lenska kokka­landsliðsins og bókaútgefandi með …
Ólöf Ólafsdóttir konditori, fyr­rverandi meðlimur ís­lenska kokka­landsliðsins og bókaútgefandi með meiru gef­ur les­end­um Mat­ar­vefarvefsins góð hús­ráð alla föstu­daga í vetur. Samsett mynd

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands verður fastur gestur á Matarvefnum í vetur.

Ólöf er konditori, fyr­rverandi meðlimur ís­lenska kokka­landsliðsins og bókaútgefandi með meiru og mun gefa les­end­um Mat­ar­vefarvefsins góð hús­ráð alla föstu­daga sem munu nýtast vel þegar bakst­ur og skreytingar eru annar vegar. Hún mun svipta hul­unni af bakstursráðum og jafnframt sýna les­end­um að sumt sem gæti tal­ist flókið er sára­ein­falt.

Ólöf gaf út bókina Ómótstæðilegir eftirréttir í fyrra sem inniheldur meðal annars afar góð ráð fyrir bakstur og eftirréttagerð.

Hún starfar sem konditori á veitingastaðnum Monkeys og á heiðurinn af eftirréttseðlinum sem hefur notið mikilla vinsælda meðal matargesta. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fagi sínu og fátt meira gef­andi en bjóða gestum sín­um ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un sem fangar bæði augu og munn. Fyrsta heilræði sem Ólöf ætlar að gefa okkur er hvaða blóm er vert að nota þegar skreyta á kökur og eftirrétti.

Uppáhaldsblóm Ólafar til að skreyta með eru fjólur og orkideur.
Uppáhaldsblóm Ólafar til að skreyta með eru fjólur og orkideur. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Vert að vita hvaða blóm ber að varast

„Blóm sem skreyting í köku- og matargerð hefur verið mjög vinsæl í gegnum árin. En passaðu hvaða blóm eru æt og hvaða blóm ber að varast. Blóm geta nefnilega valdið magabólgum, uppköstum og niðurgang. Dæmi um þannig blóm er til dæmis brúðarslör sem hefur verið afar vinsælt í gegnum árin. Mitt allra uppáhaldsblóm til að skreyta með er annaðhvort fjólur eða orkideur.“

Hægt er að fylgjast með Ólöfu á Instagramsíðu hennar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert