Handboltamaðurinn Arnar Freyr Arnarsson tognaði aftan í læri í vináttulandsleik gegn Svíþjóð í byrjun janúar og þurfti af þeim sökum að draga sig úr leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir HM í Króatíu, Danmörku og Noregi sem nú stendur yfir. Arnar Freyr, sem er 28 ára gamall, ræddi við Bjarna Helgason um handboltaferilinn, íslenska landsliðið og möguleika liðsins á stórmótinu sem nú stendur yfir.