„Við erum alltof fá“

Heimilislæknar á Íslandi eru helmingi of fáir til að geta starfað í anda þeirrar hugmyndafræði sem þeir kjósa að starfa eftir. Mikið álag er á heilsugæslunni á Íslandi þó einkum á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags heimilislækna á Íslandi er gestur Dagmála í dag og ræðir meðal annars þá stöðu sem uppi er í heilsugæslunni hér á landi.