Stórfyrirtæki mögulega á förum

Sigl­firska líf­tæknifyr­ir­tækið Genís er metið á 23 millj­arða króna, sé miðað við verðmat í tengsl­um við 1,1 millj­arðs króna hluta­fjáraukn­ingu sem ráðist var í fyr­ir skemmstu. Ró­bert Guðfinns­son stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins fer með 70% hlut í fé­lag­inu og er hann sam­kvæmt þessu met­inn á 16 millj­arða króna. Hann segir að til greina komi að flytja fyrirtækið frá Siglufirði ef sveitarfélaginu næst ekki að standa við loforð um uppbyggingu á svæðinu.