Áttan er vikulegur netþáttur hér á mbl.is. Áttan kemur inná vefinn stundvíslega klukkan átta alla sunnudaga. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Þór, Egill Ploder, Nökkvi Fjalar, Ragnar Jónsson og Róbert Úlfarsson. Í þætti kvöldsins fara þeir í vikulega keppni og að sjálfsögðu verður þeim sem tapar refsað skemmtilega seinna í þættinum. Þetta er mikill refsingaþáttur í kvöld og verða refsingarnar tvær. Áhorfendur skora mikið á þá félaga og að þessu sinni prufa frændurnir, Nökkvi og Ragnar, Parkour.