Rappsveitin Úlfur Úlfur frumflutti lagið Geimvera í The Voice. Geimvera er hluti af lagi sem verður á næstu plötu sveitarinnar en ekkert meira fékkst upp um það mál. „Þetta lag hefur mikla þýðingu fyrir okkur sem hljómsveit. Við viljum ekki gefa upp meira en fólki er velkomið að túlka það á sinn hátt.“