Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice Ísland, sneri aftur í úrslitaþátt annarrar þáttaraðar og söng frumsamið lag. Lagið er um missi og söknuð og byggist á áföllum í lífi Hjartar. Hann hefur lengi unnið í laginu og á einar 20 útgáfur af því.