Damo Suzuki úr hljómsveitinni CAN flytur tónlist við Metropolis auk fjögurra þýskra og íslenskra hljóðfæraleikara. Að mati Damo á kvikmynd Fritz Lang, Metropolis frá árinu 1927 enn mikið erindi við nútímann. Hún hlýtur að teljast eitt mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar og lykilverk þýska expressjónismans. Myndin gerist í fjarlægri framtíð (2026) þar sem forríkir gáfumenn kúga lýðinn. Sonur borgarstjórans verður hugfanginn af stúlku af lægri stéttum sem spáir fyrir um komu frelsara sem muni losa verkalýðinn undan kúguninni. Kvikmyndatónleikar Damo Suzuki eru í samstarfi við þýska sendiráðið.